Lindarhvol, eignarhaldsfélag í eigu ríkissjóðs Íslands hefur selt Kaupþingi kröfu á hendur breska kaupsýslumanninum Kevin Stanford.

Stanford og Kaupþing hafa staðið í málaferlum í mörg ár eða frá árinu 2011 í Lúxemborg, en hann er stofnandi tískuvöruverslunarkeðjunnar Karen Miller. Hann var jafnframt einn helsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir fall bankans sem og fjórði stærsti hluthafinn í bankanum með um 4,3% eignarhlut.

Er hugmyndin með kaupunum að styrkja stöðu Kaupþings í mögulegum samningaviðræðum við Stanford, enda beinist hún að honum persónulega, að því er Fréttablaðið greinir frá.