Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi og vöxtur ferðaþjónustunnar hefur reynst mikill búhnykkur fyrir Ísland. Ekki er ofmælt að ferða­ þjónustan sé orðin ein af meginstoð­ um íslensks efnahagslífs. Þjóðarbúið hefur þó ekki verið laust við aukaverkanir vegna þessa. Gengi krónunnar hefur styrkst verulega, meðal annars vegna gjaldeyrisinnstreymis úr vösum ferðamanna. Þá hefur álagið á hagræna og félagslega innviði samfélagsins á borð við flugvelli, vegakerfi, heilbrigðiskerfi og löggæslu aukist til muna, sem og álagið á náttúru landsins.

Fram undan eru stærstu ferðamannamánuðir ársins og að gefnu tilefni blés Isavia til morgunfundar í gær um ferðasumarið sem er að ganga í garð. Metfjöldi ferðamanna er væntanlegur til landsins í júní, júlí og ágúst, en samkvæmt spá Isavia munu tæplega 744 þúsund erlendir ferðamenn fara um Keflavíkurflugvöll í sumar. Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna yfir hásumarið – lok júlí og byrjun ágúst – verð­ur 12% samkvæmt spá Isavia, en áætlað er að fjöldi ferðamanna hér á landi á sumarmánuðunum verði þriðjungur af heildarfjölda erlendra ferðamanna yfir allt árið.

Óhjákvæmilega vakna spurningar um það hvernig móttökustöð landsins – Keflavíkurflugvöllur – er í stakk búin til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna í sumar. Á morgunfundi Isavia tíundaði Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, framkvæmdir og nýja þjónustu­ þætti á flugvellinum til að taka á móti auknum fjölda farþega í sumar. Meðal þess sem fram kom í erindi hans var að 7.000 fermetra stækkun á suðurbyggingu Leifsstöðvar verður tekin í notkun í ár.

Veruleg fjölgun starfsfólks

Frá síðasta sumri hefur verið ráðist í ýmis verkefni til að búa Keflavíkurflugvöll undir sumarið í ár.

Farangursflokkarinn var tvöfaldaður að stærð á síðasta ári, sem felur í sér aukin afköst fyrir skiptifarangur inn í kerfið og fyrir innritaðan farangur. Komuböndin voru lengd um 25 prósent, sem skapar aukið pláss fyrir farþega í salnum. Landgöngubrúm var fjölgað úr 10 í 11 og verða 12 í haust. Einnig fóru eldri landgöngubrýr við suðurbyggingu í yfirhalningu, sem hefur lengt líftíma brúanna um áratug og nú­ tímavætt stjórnkerfi þeirra. Þá var starfsfólki fjölgað verulega á síðasta ári í öryggisleit, farþegaþjónustu, bílastæðaþjónustu og kerrusmölun. Sérstaklega fjölgaði starfsfólki yfir sumarið, en að meðaltali fjölgaði starfsfólki um 40% í hverjum mánuði milli ára í flugverndardeild Keflavíkurflugvallar á síðasta ári.

7.000 fermetra stækkun

Ráðist hefur verið í ýmsar fjárfestingar og verkefni á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Á flugvellinum eru 22 flugvélastæði í rekstri og koma tvö stæði til viðbótar fyrir breið­ þotur í júní, rétt austan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ávinningurinn af þessari breytingu, að sögn Hlyns, er að biðtími flugvéla eftir stæðum minnkar, auk þess sem fleiri stæði verða nálægt flugstöð­ inni. Verið er að stækka suðurbyggingu flugstöðvarinnar um 7.000 fermetra á þremur hæðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .