Kína tók stórt skref við að opna fjármálakerfið fyrir umheiminum þegar stjórnvöld tilkynntu að slakað yrði á takmörkunum á erlendu eignarhaldi á verðbréfasjóðum og fjármálafyrirtækjum að því er kemur fram á vef The Wall Street Journal . Tilkynningin kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að heimsókn Donald Trump, bandaríkjaforseta, til Kína lauk.

Breytingin felur í sér að erlend fyrirtæki geta átt meirihlutaeign í sjóðum og bönkum. Erlendir aðilar munu á endanum einnig geta átt meirihluta í tryggingafélögum. Talið er að breytingin geti rutt veginn fyrir fjárfestingabanka á borð við Goldaman Sachs og J.P Morgan Chase til auka umsvif sín þar í landi. Fyrir breytinguna þurftu erlendir bankar að vera í samstarfi við þarlenda aðila til að geta átt viðskipti með verðbréf og stýrt eignum vel stæðra viðskiptavina.