Forseti Kína hefur heitið milljörðum í gríðarlega umsvifamikla uppbyggingu á vegum, höfnum og lestarkerfum , og er andvirði framkvæmdanna að því er Xi Jinping forseti landsins hefur heitið 124 milljörðum Bandaríkjadala.

Jafngildir það um 13 þúsund milljörðum íslenskra króna en markmiðið er að tryggja verslun og viðskipti Kína við umheiminn. Hluti af fénu mun fara í uppbyggingu í viðskiptalöndum Kína til að tryggja viðskiptasamband við lönd í Asíu, Afríku, Evrópu og víðar.

Tæplega þúsund milljarðar til verkefna utan Kína

Munu að minnsta kosti 60 milljarðar kínverska júana, eða andvirði 946 milljarða íslenskra króna fara í styrki til þróunarríkja, og alþjóðlegra stofnana sem tilheyra verkefninu, sem lýst hefur verið sem silkileiðinni nýju. Rússland og Tyrkland hafa verið meðal þeirra ríkja sem hafa fagnað verkefninu, meðan Japan og Indland hafa haldið sig frá tveggja daga ráðstefnu sem nú er í gangi í kringum verkefnið, meðan Japan og Indland hafa haldið sig frá.

Hafa þessi lýðræðisríki gjaldið varhug við áætlunum, sem kínversk stjórnvöld segja hagnist öllum, á þeirri forsendu að verkefnið feli í sér að Kínverjar komi sér fyrir og þenji út áhrifasvæði sitt. Alls eru leiðtogar 29 ríkja staddir á ráðstefnunni, en fyrir utan forseta Rússlands og Tyrklands, eru leiðtogar ríkja eins og Spánar, Ítalíu, Grikklands og Ungverjalands staddir þar.

Munu ekki skipta sér af innri málefnum ríkja

Lýsti Xi forseti því i ræðu sinni sem haldin var í dag að um væri að ræða nýtt módel samvinnu sem færði öllum ábata. Virðist að mati fréttar BBC um málið hann vera með þessu að gera tilkall til þess að Kína verði leiðandi í heiminum á sama tíma og ESB og Bandaríkin eru upptekin af innri vandamálum.

Sagði hann tíma vera kominn til að koma á ,,sanngjörnum, ábyrgum og gegnsæjum heimsviðskipta og fjárfestingarreglum. Kína er tilbúið að deila þekkingu sinni á þróunaruppbyggingu með öllum ríkjum. Við munum ekki skipta okkur af innri málefnum ríkja.