Eitt stærsta flugfélag Kína, Chinese Southern Airlines, hefur krafið flugvélaframleiðandann Boeing um bætur vegna kyrrsetningar á gölluðu flugvélunum Boeing 737 MAX. Þeta kemur fram á vef Financial Times.

Flugvélaflotinn hefur verið kyrrsettur síðan í mars síðastlinn þegar flugslys varð í Eþíópíu sem varð um 157 manns að bana. Annað flugslys átti sér stað í Indónesíu fimm mánuðum áður sem varð 187 manns að bana. Orsök þessara slysa var sögð vera galli í hugbúnaði vélanna.

Fram kemur að fleiri kínversk flugfélög hafi einnig farið fram á bætur. Talsmaður Boeing í Kína hefur neitað að tjá sig um málið.