Hagnaður Kjötsmiðjunnar ehf. á árinu 2017 nam 46,6 milljónum króna samanborið við 55,68 milljónir árið á undan. Þá lækkuðu rekstrartekjur félagsins úr 788 milljónum króna árið 2016 í 761 milljón króna 2017.

Rekstrargjöldin á síðasta ári voru um 705 milljónir króna. Laun og launatengd gjöld í fyrra námu um 184 milljónum króna en voru um 168,4 milljónir króna árið á undan. Eigið fé félagsins árið 2017 nam 224,7 milljónum og voru eignirnar 319 milljónir króna. Heildarskuldir félagsins jukust úr 75,3 milljónum 2016 í 94,48 milljónir 2017.

Arðgreiðsla síðasta árs nam 28 milljónum króna en stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 60 milljónir króna í arð í ár. Meginstarfsemi Kjötsmiðjunnar er vinnsla á nauta-, lamba- og svínakjöti en starfsemi félagsins fer fram á Fosshálsi í Reykjavík.