Klappir Grænar Lausnir hf. og alþjóðafyrirtækið ChartCo Ltd. undirrituðu í gær samstarfssamning. Fyrirtækin tvö munu í sameiningu bjóða alþjóðlegum kaupskipaútgerðum stafrænar skipadagbækur og hugbúnaðarlausnir sem tengjast skráningu umhverfisupplýsinga og lögfylgni þar sem við á.

ChartCo er leiðandi fyrirtæki á heimsmarkaði í sölu og dreifingu á stafrænum búnaði fyrir skip og flota. Markmið ChartCo er að auðvelda rekstur og stjórnun skipa með lausnum á borð við flotastjórn, siglingaleiðsögn, lögfylgni og öryggi. Um þessar mundir veitir ChartCo um 10.000 skipum þjónustu um allan heim.

Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki sem sem er í fararbroddi í þróun stafrænna lausna á sviði umhverfisstjórnunar og þar með talið rafrænna skipadagbóka. Markmið Klappa er að bjóða hágæða hugbúnað og þjónustu sem tryggir lögfylgni, dregur úr rekstrarkostnaði, bætir afkomu og dregur úr mengun og losun skaðlegra efna út í umhverfið.

Martin Taylor, forstjóri ChartCo Ltd.:

„Við fögnum samstarfinu Klappir. Þeirra umhverfislausnir eru leiðandi og falla vel að okkar hugbúnaðarlausnum fyrir skip og flota og auka vöruúrval okkur. Við erum spenntir fyrir því að bjóða viðskiptavinum okkar stafrænar skipadagbækur og tengdar vörur og viðhalda þannig stöðu okkar sem leiðandi fyrirtæki á heimsmarkaði í stafrænum búnaði fyrir skip.“

Jón Ágúst Thorsteinsson, forstjóri Klappa:

„Samstarf okkar við ChartCo er mikilvægt skref fyrir Klappir inn á alþjóðamarkað. ChartCo er leiðandi á heimsmarkaði í sölu og dreifingu á stafrænum búnaði fyrir skip og flota. Miklar kröfur eru gerðar um skráningu umhverfisupplýsinga og lögfylgni á alþjóðlegum siglingaleiðum og því er samstarfið ákjósanlegt upphaf á alþjóðlegri dreifingu á umhverfislausnum okkar.  Til lengri tíma litið standa vonir til að samningurinn hafi veruleg áhrif á tekjur félagsins.“