Kolbeinn Marteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Athygli en hann mun hefja störf í janúar n.k.

Kolbeinn útskrifaðist með MSc gráðu í almannatengslum frá frá háskólanum í Stirling í Skotlandi árið 2004 og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2002.

Undanfarin tvö ár hefur Kolbeinn starfað sem markaðs- og kynningarstjóri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur sinnt stundakennslu við HÍ. Kolbeinn var pólitískur aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur í iðnaðarráðuneytinu og síðar  fjármála- og efnahagsráðuneytinu 2011-2013. Fyrir það var hann í um sjö ár hjá Skaparanum markaðsstofu þar sem hann starfaði við markaðs- og kynningarráðgjöf.