Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs, hefur verið ráðinn til sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka, og mun hefja störf snemma á næsta ári. Hann staðfestir þetta við Innherja . Konráð verður aðalhagfræðingur Stefnis en um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu.

Konráð tilkynnti fyrir rúmum mánuði síðan að hann hefði ákveðið að láta af störfum hjá Viðskiptaráði snemma á næsta ári. Hann hóf störf sem hagfræðingur hjá Viðskiptaráði í ársbyrjun 2018 og tók svo við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra sumarið 2020. Þar áður starfaði hann hjá sem hagfræðingur í greiningardeild Arion í þrjú ár.

Konráð tísti um fréttirnar að hann væri á leið til Stefnis og gerði gys að starfsheitinu aðalhagfræðingur en kveðst þó spenntur fyrir nýja starfinu.