Fjallað var um jafnræði sveitarfélaga við ákvörðun staðsetningu ríkisstofnanna á bæjarráðsfundi í Kópavogi á dögunum.

Í umræðum á bæjarráðsfundinum kom meðal annars fram að Kópavogsbær fær tæplega 70 milljónir í fasteignagjöld úr ríkissjóði á hverju ári en Reykjavík fær yfir milljarð í fasteignagjöld frá ríkissjóði á hverju ári. Auk þess greiddi Vegagerðin tæplega 467 milljónir til Reykjavíkur vegna göngu- og hjólastíga á árunum 2011-2014 en Kópavogur fékk tæplega 36 milljónir.

Bæjarráð Kópavogs beindi því til ríkisstjórnarinnar að gæta jafnræðis þegar staðsetning ríkisstofnanna og segir að eðlilegt sé að embætti Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu verði ekki í Reykjavík.

Í bókun bæjarráðs segir „í ljósi þess að nánast allar stofnanir ríkisins á höfuðborgarsvæðinu eru innan Reykjavíkur (sbr. svar fjármálaráðuneytisins) er eðlilegt að embættið [innsk. blaðamanns, þ.e. embætti sýslumannssins á höfuðborgarsvæðinu ] verði staðsett utan hennar.“