Bakaríið Kornið hyggst loka þremur útsölustöðum sínum á næstunni, ástæðan er fjárhagsleg endurskipulagning hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Staðirnir sem munu loka eru staðsettir í Garðabæ, Breiðholti og við Lækjargötu. Til skoðunar er hjá stjórnendum fyrirtækisins að loka starfsemi í Borgartúninu.

Í febrúar á þessu ári urðu eigendaskipti hjá Korninu og í kjölfarið tók við nýr framkvæmdastjóri Helga Kristín Jóhannsdóttir.

Helga Kristín segir í samtali við Morgunblaðið að ætlunin sé að leggja meiri áherslu á hverfisbakaríin og hefja sölu heitra rétta. Í tengslum við endurskipulagninguna hafi fyrirtækið fjölgað vöruflokkum og endurskoðað uppskriftir.