Vefhönnunarfyrirtækið Kosmos & Kaos opnaði í ágúst nýja skrifstofu í Stokkhólmi sem lið í því að útvíkkastarfsemi sína til Norðurlandanna, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Skrifstofan er til húsa hjá WeWork, einu stærsta fyrirtæki heims á sviði samhýstrar skrifstofustarfsemi, en byggingin er staðsett í hjarta borgarinnar og í henni starfa upp undir 1000 fyrirtæki úr ýmsum greinumatvinnulífsins.

Samhliða þessu hefur Kosmos & Kaos ráðið Inga Má Elvarsson í starf svæðisstjóra (e. country manager) en hann starfaði áður sem stjórnandi hjá EC Software, Framfabog SAS Institute meðal annarra, og býr yfir mikilli reynslu á sviði sölu- og markaðsmála í stafræna geiranum.

„Þetta nýja skipulag styður vel við framtíðarstefnu fyrirtækisins," er haft eftir Ingu Birnu Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Kosmos & Kaos, í tilkynningunni. „Við höfum verið að vinna fyrir erlenda viðskiptavini um nokkurra ára skeið, en með starfsstöð í Stokkhólmi er ætlunin að ná til viðskiptavina á Norðurlöndunum og víðar."