Kristján Þ. Davíðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva (LF). Kristján tekur við starfi af Höskuldi Steinarssyni sem lætur af störfum að eigin ósk til að vinna að uppbyggingu nýs fyrirtækis sem sinna mun þjónustu við fiskeldisfyrirtækin hér á landi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva.

Kristján, sem fæddur er á Þingeyri við Dýrafjörð, er sjávarútvegsfræðingur að mennt frá Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö. Hann hefur um 40 ára reynslu af störfum í sjávarútvegi og tengdum greinum hér á landi, í Noregi og víðar, m.a. við útflutning sjávarafurða, tækja- og hugbúnaðar og við fjármál, stjórnun og ráðgjöf. Hann er ræðismaður Brasilíu á Íslandi.