Kröfu þrotabús Wow air um að fjárfestingafélagið Títan, í eigu Skúla Mogensen var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að því er Fréttablaðið greinir frá. Títan var eini hluthafi Wow air.

Ekki þóttu sannið að þrotabúið hafi lögvarða kröfu á hendur Títan að svo stöddu. Skúli Mogensen fagnaði ákvörðuninni í samtali við Fréttablaðið. Stjórnendur félagsins og stjórn hafi unnið að heilindum í einu og öllu.

Krafan byggði á því að tæplega 108 milljóna króna arðgreiðsla frá Cargo Express til WOW air 6. febrúar 2019 sem þaðan var greidd til Títan. Skiptastjórarnir telja það vera riftanlega ákvörðun. Gjalddagi greiðslunnar hefði ekki verið fyrr en í lok apríl 2019. Þessari túlkun mótmælti Títan þar sem arðgreiðslan hafi verið eign Títan.

Títan seldi Wow air hlut í Cargo Express sumarið 2019. Wow air var lýst gjaldþrota í lok mars 2019.

Þrotabú Wow hefur höfðað riftunarmál vegna greiðslunnar en niðurstaða dómsmálsins liggur ekki fyrir. Þar sem ekki var komið fram hvort ákvörðunin væri riftanleg þótti Héraðsdómi Reykjavíkur ekki réttlætanlegt að setja Títan í þrot.