Miklar gengissveiflur krónunnar hafa gert kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum erfitt fyrir. „Það er mjög erfitt að vera með rekstur þegar gengið sveiflast svo mikið. Þetta er bara ófært og er galið kerfi,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda og framleiðandi hjá Truenorth. Frá apríl og fram í desember veikist krónan um ríflega 20% gagnvart dollar og 13% gagnvart evru. Seinni hluta desember styrkist krónan svo um 5% gagnvart evru og 6% gagnvart dollar en veikist á ný í upphafi þessa árs. „Það er mjög erfitt að vera með rekstur þegar gengið sveiflast svo mikið.“

„Flest framleiðslufyrirtækin koma hingað út af landslaginu og því sem við höfum upp á að bjóða. En ef kostnaðurinn er mun hærri hérna á Íslandi en annars staðar þá fara þau bara eitthvert annað. Þetta er einfalt reikningsdæmi," segir Kristinn.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .