Íslenska krónan hefur styrkst töluvert gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum það sem af er degi. Hefur gengi krónunnar styrkst um 2,58% gagnvart dollar og 2,3% gagnvart evru.

Þegar þetta er skrifað hafa gjaldmiðlarnir veikst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 2,58% og er kaupgengi hans nú 106,41 króna.
  • Evran um 2,3% og er kaupgengi hennar nú 124,79 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 2,23% og er kaupgengi þess nú 137,18 krónur.
  • Japanskt jen um 1,81% og er kaupgengi þess nú 0,9676 krónur.
  • Dönsk króna um 2,27% og er kaupgengi hennar 16,783 krónur.
  • Sænsk króna um 2,5% og er kaupgengi hennar 13,110 krónur.
  • Norsk króna um 2,45% og er kaupgengi hennar 13,382 krónur.
  • Svissneskur franki um 1,71% og er kaupgengi hans 110,18 krónur.

Í samtali Viðskiptablaðsins við aðila á markaði virðist sem stór erlendur aðili hafi keypt krónur og skýrir það að einhverju leyti styrkingu dagsins.