Krónan hefur veikst um 3% gagnvart evru það sem af er ári. Gengisþróunin hefur því snúist við en krónan styrktist um 5% undir lok síðasta árs gagnvart evru . Seðlabankinn hefur nokkrum sinnum á árinu gripið inn í gjaldeyrismarkaði til að vinna gegn veikingu krónunnar. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur það að hluta átt sér stað til að mæta útflæði vegna erlendra fjárfesta sem selt hafa verðbréf hér á hér á landi og í kjölfarið skipt krónum í erlenda gjaldmiðla.

Síðastliðið ár hefur krónan veikst um 14% gagnvart Bandaríkjadal, 10% gagnvart evru og 7% gagnvart breska pundinu. Bandaríkjadalur stendur nú í tæplega 120 krónum, evran í 138 krónum og pundið í 152 krónum. Þá kostar danska krónan 18 íslenskar krónur og hefur danska krónan því styrkst um 9% gagnvart þeirri íslensku undanfarið ár.