Gengi íslensku króunnar veiktist töluvert í dag eftir fremur rólega tíð á gjaldeyrismarkaði síðustu daga. Veiktist krónan um 1,3% gagnvart evru og miðgengi hennar nú í 140,3 krónur. Er það í fyrsta sinn sem evran fer yfir 140 krónur síðan í apríl 2016. Þá veiktist krónan um 1,11% gagnvart dollar og um 1,88% gagnvart pundi en pundið hefur styrkst um 0,83% í dag gagnvart evru.

Við lokun markaða höfðu helstu gjaldmiðlar styrkst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadollar um 1,11% og er kaupgengi hans nú 124,06 krónur.
  • Evra um 1,3% og er kaupgengi hennar nú 139,84 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 1,88% og er kaupgengi þess nú 160,7 krónur.
  • Japanskt jen um 1% og er kaupgengi þess nú 1,0895 krónur.
  • Dönsk króna um 1,29% og er kaupgengi hennar 18,74 krónur.
  • Sænsk króna um 1,7% og er kaupgengi hennar 13,68 krónur.
  • Norsk króna um 0,85% og er kaupgengi hennar 14,6 krónur.
  • Svissneskur franki um 1,05% og er kaupgengi hans 122,94 krónur.