Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að veikjast í dag. Það sem af er degi hefur gengi krónunnar veikst um 3,08% gegn evru, 2,77% gegn dollaranum og 2,54% gegn pundinu ef tekið er mið af gjaldmiðlavakt Íslandsbanka. Mikil veiking átti sér stað eftir klukkan tvö í dag.

Þegar þetta er skrifað hafa gjaldmiðlarnir styrkst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 2,77% og er kaupgengi hans nú 108,67 krónur.
  • Evran um 3,08% og er kaupgengi hennar nú 123,39 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 2,54% og er kaupgengi þess nú 138,68 krónur.
  • Japanskt jen um 2,7% og er kaupgengi þess nú 0,9449 krónur.
  • Dönsk króna um 3,06% og er kaupgengi hennar 16,593 krónur.
  • Sænsk króna um 2,96% og er kaupgengi hennar 12,815 krónur.
  • Norsk króna um 2,91% og er kaupgengi hennar 12,815 krónur.
  • Svissneskur franki um 2,62% og er kaupgengi hans 111,61 krónur.