Hagfræðingurinn Paul Krugman gerir skrif Þorvalds Gylfasonar að umtalsefni í nýjum pistli sem birtist á vef New York Times, en hann er reglulegur pistlahöfundur hjá blaðinu.

Þorvaldur hafði skrifað um efnahagserfileika í kjölfar hrunsins og borið saman Íslands og Írland. Þorvaldur hafði sagt að Írar hafi náð upp sömu landsframleiðslu og Ísland einungis ári seinna og það væri því ekki rétt að sjálfstæður gjaldmiðill hefði bjargað Íslandi.

Krugman gagnrýnir að Þorvaldur hafi einbínt á landsframleiðslu og segir nauðsynlegt að horfa til fleiri þátta. Ef t.d. er hoft einnig  til atvinnuleysis þá hafi Ísland staðið sig töluvert betur. Krugman segir einnig að útflutningiðnaður Írlands er að miklu leyti byggður upp á atvinnuvegum sem þurfa mikið fjármagn en skapa fá störf. Þetta skekkir samanburð milli ríkjanna.

Krugman segir að lokum að hann skilji þörfina fyrir að koma með rök fyrir sameiginlegum gjaldmiðli, en sönnunargögnin bendi til þess að það er mikilvægir kostir sem fylgi því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil.