Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ hefur samið við PIPAR\TBWA um vörumerkjavöktun á vörumerki KSÍ , en samningurinn gildir fram yfir úrslitakeppni EM karlalandsliða í knattspyrnu 2016.

Fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og öðrum aðilum sem ekki teljast til samstarfsaðila KSÍ er óheimilt að nota vörumerki KSÍ í auglýsinga- og kynningarskyni. Í þessu felst öll notkun og birting á merki KSÍ og þar með töldum landsliðsbúningnum eða leikmönnum íklæddum landsliðsbúningnum. Þetta á við um alla notkun og birtingu, þar með talið á samfélagsmiðlum. Merkið og landsliðsbúningurinn eru skrásett vörumerki. Öll óréttmæt eða óviðeigandi notkun varðar við lög.

PIPAR\TBWA mun sinna vöktun á vörumerki KSÍ til loka 2016, en í því felst m.a. að vörumerki KSÍ séu ekki misnotuð i markaðslegum tilgangi af ótengdum aðilum. Þessu er bæði ætlað að gæta hagsmuna KSÍ, þ.m.t. ímyndar KSÍ og íslenskrar knattspyrnu, og til að verja vörumerki KSÍ.