Við Tollhúsið í Reykjavík er nú í undirbúningi svæði sem ber heitið Hafnartorg en eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum hefur fasteignafélagið Reginn keypt þann hluta svæð­ isins sem kemur til með að hýsa verslanir þess. Forstjóri Regins, Helgi S. Gunnarsson, segir gríð­arlega eftirspurn eftir verslunarhúsnæði á svæðinu og lýsir byggingu þess sem kúvendingu fyrir samgöngur í borginni. Stefnt er að opnun Hafnartorgsins haustið 2018 en þar sem um mikla framkvæmd er að ræða má að sjálfsögðu ekkert bregða út af að sögn Helga.

„Við gætum leigt öll rýmin út á morgun en við ætlum okkur hins vegar að leggja gríðarlega áherslu á að skapa rétt umhverfi, og þar skiptir máli að verslunarsamsetning sé rétt sem og eðli verslananna. Markmiðið er að skapa vandaða smásölueiningu þar sem áhersla verður lögð á tísku en einnig veitingastaði, þó það verði ekki mikið. Það er ótrúlega mikil uppbygging að eiga sér stað á svæðinu enda tvö hótel í byggingu hvor sínu megin við svæðið þar sem Hafnartorgið mun rísa og allt mun þetta koma til með að breyta ásýnd miðbæjarins gríðarlega,“ segir Helgi.

Nánar er fjallað um málið í Fasteignum, fylgiblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.