KPMG á Íslandi hagnaðist um 250 milljónir króna á síðasta reikningsári sem lauk 30. september 2020, samanborið við 314 milljóna króna hagnað á reikningsárinu þar á undan. Dróst hagnaðurinn því saman um 20% frá fyrra ári.

Rekstrartekjur drógust saman úr 5,44 milljörðum í 5,26 milljarða milli ára. Rekstrarhagnaður lækkaði úr 357 milljónum króna í 304 milljónir króna.

Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 250 milljónir í arð til hluthafa sem voru  35 í lok reikningsársins en voru 38 árið áður.

Eignir félagsins námu 1,9 milljörðum á lokadegi reikningsársins, eigið fé 443 milljónum og skuldir 1,47 milljörðum. Laun og launatengd gjöld námu ríflega 3,7 milljörðum króna á tímabilinu en ársverk voru 252.