Á Alþjóðlega efnahagsþinginu, World Economic Forum eins og það heitir upp á ensku, sem haldið verður 22. til 25. janúar næstkomandi verða um 3.000 leiðtogar og frammámenn í viðskiptalífi, stjórnmálum og ýmis konar samfélagsmálum samankomnir til að ræða um hvernig bæta megi heiminn.

Þema þingsins að þessu sinni er Alþjóðavæðingin 4,0: Mótun alþjóðakerfis á öld fjórðu iðnbyltingarinnar, en í dag var bein útsending frá kynningu á helstu viðburðum þingsins sem sjá má hér .

Meðal atriða sem ætlunin er að tækla á þinginu er erfið ímynd alþjóðavæðingarinnar í þeim tilvikum þar sem henni hefur ekki tekist að hækka lífsgæði sem aftur hefur knúið popúlíska þjóðernishyggju. Annað atriði er vaxandi áhrif tæknibyltingarinnar sem nú er í gangi, síðan vandamál samfara loftlagsbreytingum og hvernig hægt er að láta alþjóðahagkerfið virka fyrir alla.

Verður þinginu skipt upp í sex mismunandi meginþemu með um 350 fundum, en þeir fjalla um landfræði stjórnmálanna í fjölbreyttum heimi, framtíð hagkerfisins, iðnað og tæknistefnu, áhættuvarnir gegn kerfislægri hugsun, mannauð og samfélag og alþjóðlegar stofnanaumbætur.

Yngsti þátttakandinn að þessu sinni verður suðurafríski dýralífsljósmyndarinn Skye meaker, en sá elsti hinn 92 ára gamli dýralífsþáttastjórnandi David Attenborough.

Meðal frammámanna úr stjórnmálunum má nefna:

  • Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans
  • Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu
  • Angela Merkel, kanslari Þýskalands
  • Wang Qishan, varaforseti Kínverska Alþýðulýðveldisins
  • Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu
  • Pedro Sanches, forsætisráðherra Spánar
  • Barham Salih, forseta Írak
  • Mohammed Ashraf Ghani, forseta íslamska lýðveldisins Afghanistan
  • Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis
  • Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael,
  • Faiez Al Serrag, forsætisráðherra Líbýu,
  • Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs,
  • Cyril M. Ramaphosa, forseta Suður Afríku (rangnefndur sem forsætisráðherra)
  • Emmerson Mnangagwa, forseta Zimbabwe

Meðal frammámanna alþjóðlegra stofnana má nefna:

  • Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna
  • Kristalina Georgieva, Framkvæmdastjóri Alþjóðabankans
  • Filippo Grandi, Flóttamannaráðunautur Sameinuðu Þjóðanna
  • Roberto Azevede, framkvæmdastjóri Heimsviðskiptastofnunarinnar
  • Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD
  • Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
  • Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins

Meðal frammámanna úr borgaralegu samfélagi má nefna:

  • Winnie Byanyima, framkvæmdastjóri Oxfam góðgerðarsamtakanna
  • Jennifer Morgan, framkvæmdastjóri Greenpeace náttúruverndarsamtakanna
  • Denis Mukwege, stofnandi Panzi stofnunarinnar, friðarverðlaunahafi Nóbels árið 2018

Fjölmörg önnur þekkt nöfn og önnur minna heimsækja smábæinn í fjöllum Sviss næstu vikuna, en í heildina eru um 1.700 frammámenn úr viðskiptalífinu og um 900 frá alls kyns borgaralegum samtökum, þar á meðal Vilhjálmur Bretaprins, hertoginn af Cambridge, sem mun ræða um baráttu sína fyrir geðrænni heilsu, sem er eitt þeirra málefna sem lögð er áhersla á, á fundinum.

Meira má lesa um fundargesti sem og horfa á útsendingu frá kynningarfundinum á vef Alþjóða efnahagsþingsins .