Boeing hefur greint frá því að tekjutap vegna kyrrsetningar 737 Max um heim allan nemi nú þegar einum milljarði dollara. Frá þessu greinir Financial Times í frétt þar sem jafnframt kemur fram að tekjur  Boeing á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 11,8 milljarðar dollurum miðað við 12,9 milljarða á sama tímabili fyrir ári.

Boeing tók ákvörðun um að fresta afhendingu á 737 Max vélunum í mars sl. eftir að tvö flugslys á fimm mánaða tímabili þar sem 346 létu lífið. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu voru 737 Max stærsta tekjulind félagsins og framleiðslu á vélunum verði haldið áfram þótt afhendingu hafi verið frestað.

Unnið sé að því að lagfæra búnaðinn sem ætlað var að koma í veg fyrir ofris vélanna en talið er að hann hafi brugðist í slysunum tveimur. Hlutabréf flugvélaframleiðandans hækkuðu í kjölfar uppgjörsins, en þrátt fyrir allt hefur markaðsverðmæti Boeings hækkað um 16% frá áramótum.