Ráðgjafafyrirtækið Talnakönnun velti 72 milljónum króna á síðasta ári miðað við 83 milljónir króna árið 2018. Hagnaður félagsins nam 403 þúsund krónum en var 10,8 milljónir króna á fyrra ári. Eiginir þess voru 53 milljónir króna og eigið fé 44 milljónir króna í árslok 2019.

Launakostnaður jókst úr 56,5 milljónum króna í 59,3 milljónir króna milli ára og stöðugildum fjölgaði úr 4,6 í 4,9 milli ára.

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra, stofnaði félagið 1984, en seldi hlut sinn í félaginu til Vigdísar Jónsdóttur eiginkonu og barna, Jóns, Steinunnar og Jóhannesar, árið 2016 þegar hann tók sæti á Alþingi fyrir Viðreisn. Þau hafa séð um rekstur f´ elagsins síðan. Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar og bróðir Benedikts, er stjórnarformaður félagsins.