Árið 2014 keypti Facebook fyrirtækið Oculus á 2 milljarða dala, en Oculus framleiðir til að mynda sýndarveruleikagleraugun Oculus Rift.

Salan á sýndarveruleikagræjunum hefur farið hægt af stað, en Facebook hafa nú tekið ákvörðun um að lækka verðið um 100 dollara, til þess að auka eftirspurn.

Rift gleraugun munu því kosta um 499 dali, en notendur munu þó þurfa á kraftmiklum tölvum að halda, til þess að njóta sýndarveruleikans til fulls.

Markaðsgreiningar Oculus teymisins hafa leitt í ljós að verðið hafi spilað stærstan þátt í afturhaldi neytenda.

Ekki er vitað hversu mörg Rift gleraugu hafa verið seld, en líklegt þykir að þau séu um 300 þúsund.

Greiningaraðilar eru þó nokkuð óvissir um að verðlækkunin muni hafa stórfelld áhrif.

Zuckerberg virðist þó almennt bjartsýnn, en hann hefur lýst því yfir að það taki almenning um 10 ár að aðlagast sýndarveruleikatækæ