Eftir að ljóst varð að bæta þyrfti húsnæðiskost Læknavaktarinnar sem verið hefur síðustu 20 ár að Smáratorgi 1 hefur félagið ákveðið að hanna nýtt húsnæði undir starfsemina í Austurveri.

Segir á vef Læknavaktarinnar að húsnæðið sem félagið fékk afhent árið 1998 í Smáratorgi hafi verið bylting í vaktþjónustu heimilislækna enda húsnæðið hannað að þörfum þess á sínum tíma.

Á þessum tíma hafi aðsóknin farið úr rúmlega 30 þúsund komum í 80 þúsund komur og margt hafi verið gert á tímabilinu til að bæta húsnæðiskostinn.

Nýja húsnæðið í Austurveri segir nýja húsnæðið veita möguleika á mun rýmri og bjartari biðstofum og betri aðstöðu fyrir skjólstæðinga Læknavaktarinnar. Einnig muni verða fjölgun á læknastofum, símaver hjúkrunarfræðinga stækka og aðstaða fyrir starfsfólk batna til muna.