Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er sökuð um að hafa skipt sér óþarflega af dómsmáli árið 2007, þegar hún gengdi stöðu fjármálaráðherra í Frakklandi.

Franski auðmaðurinn Bernard Tapie, sem var tryggur stuðningsmaður Nicolas Sarkozy, kærði franska bankann Credit Lyonnais. Árið 1993 seldi hann bankanum hluti í Adidas. Bankinn var þá í eigu ríkisins. Hann telur bankan hafa svikið sig í viðskiptunum.

Lagarde á að hafa skipt sér óþarflega af málinu, en talið er að hún hafi tryggt auðmanninum sérmeðferð. Lagarde neitar hinsvegar öllum ásökunum.