Þýska lágvöruverðsverslunin Lidl hyggst byggja yfir 3.000 íbúðir og grunnskóla. Þetta kemur fram á vef Guardian . Ástæðan fyrir þessum framkvæmdum er sú að stjórnendur verslunarkeðjunnar vilja auka líkurnar á að framkvæmdarleyfi fyrir nýjum verslunum í London fáist.

Verslunarkeðjan hefur nú þegar staðið fyrir byggingu 335 íbúða og er nú með fleiri framkvæmdaráætlanir í bígerð. Meðal þeirra eru til að mynda áform um hótelbyggingar, skrifstofuhúsnæði og stúdentaíbúðir.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar klárist snemma á næsta ári og eru stjórnendur verslunarkeðjunnar vongóðir um að vinsældir hennar muni aukast. Lidl er ekki eina verslunarkeðjan sem innleitt þessar aðgerðir meðal þeirra eru keðjunar Tesco og Sainsbury.