Breski vogunarsjóðurinn Lansdowne Partners á nú 6,31% í tryggingafélaginu VÍS en sjóðurinn fór yfir 5% markið nú í dag. Viðskiptablaðið greindi frá því í september að Landsowne sem er einn stærsti og elsti vogunarsjóður Evrópu hygðist stofna sjóð fyrir árslok ætlaðan til fjárfestinga á Íslandi og Írlandi.

Markaðsvirði VÍS er tæplega 28 milljarðar þegar þessi frétt er skrifuð og hlutur Lansdowne nemur því um 1,76 milljarð. Óvenjumikil viðskipti voru með bréf VÍS í gær en þá keypti Lansdowne 140.399.924 hluti í VÍS að því er kemur fram í tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu.

Að því er kemur fram í frétt á vef mbl.is á Lansdowne nú þegar hluti í þremur öðrum íslenskum félögum. Sjóðurinn á rúm 7,5% í fjarskiptum, tæp 5,8 í N1 og tæp 1,9% í Símanum sem samsvarar um 5,35 milljarða eign í íslneksum hlutabréfum.