Í júlí stóð launavísitala Hagstofu Íslands í 623,9 stigum sem er hækkun um 0,02% frá fyrri mánuði. Við útreikning vísitölunnar er miðað við að hún hafi staðið í 100 stigum í desember 1988.

Sýnir hún breytingar á verði vinnustunda fyrir fasta samsetningu vinnutíma, það er hún tekur mið af breytingum reglulegra launa sem eru greidd fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu, auk álags, bónus- og kostnaðargreiðsla.

Þegar horft er á kaupmátt launa í júlímánuði nam hann 144,5 stigum, sem er hækkun um 0,04% frá fyrri mánuði. Vísitala kaupmáttar launa hefur hækkað um 5,3% síðustu 12 mánuði.