Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur náð samningi við verkalýðsfélagið United Auto Workers (UAW) sem mun binda endi á mánaðarlangt verkfall verði hann samþykktur af félagsmönnum. Financial Times greinir frá þessu og segir að vonir standi til að samningurinn verði borinn undir atkvæði seinna í dag.

Verkfall starfsfólks GM hefur varið í einn mánuður og hefur kostað bílaframleiðandann um tvo milljarða dollara. Samtals lögðu 48 þúsund launamenn í 30 verksmiðjum niður vinnu fyrir fimm vikum síðan. Þetta er í fyrsta í meira en áratug sem starfsfólk í bílaiðnaði Bandaríkjanna fara í verkfall. Talið er að hver vika sem framleiðsla liggi niðri kosti GM 450 milljónir dollara.

Ekki hefur verið greint opinberlega frá efnisatriðum samningsins en kjaradeilan snerist um launataxta, sjúkratryggingar og lausráðningar.

Hlutabréf General Motors hafa lækkað um 6% frá því að verkfallið byrjaði, en bréfin hækkuðu um 2,5% eftir að fjölmiðlar birtu fréttir af samkomulaginu.