Stjórn Hampiðjunnar leggur til við aðalfund félagsins að greiddar verði 365 milljónir króna í arð fyrir rekstrarárið 2017 eða sem nemur 0,75 krónur á hlut. Verði tillagan samþykkt mun arðurinn vera greiddur út í viku 23.

Þá mun stjórnin leggja til að henni verði veitt heimild til kaupa á eigin hlutum félagsins. Samanlögð kaup eiga þó ekki að fara yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma og kaupgengi skal miða við síðasta skráða dagslokagengi á markaði áður en kaupsamningur er gerður.

Þá hyggst stjórnin leggja til að þóknin til hennar fyrir liðið ár verði 2 milljónir á mann og að formaðurinn fái þrefalda þá upphæð eða 6 milljónir króna.

Aðalfundurinn verður haldinn þann 18. apríl.