Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur lagt til að frumvarp um að hægt verði að fletta upp upplýsingum um stjórnendur fyrirtækja ókeypis á netinu, verði samþykkt. Frumvarpið var lagt fram af Pírötum en hingað til hefur þurft að greiða fyrir upplýsingarnar. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Samkvæmt nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar styður fjármálaráðherra frumvarpið en hann vill jafnframt ganga lengra og opna einnig ársreikningaskrá og hluthafaskrá á komandi árum. Það vilja Píratar einnig. Í áliti nefndarinnar kemur jafnframt  fram að sambærilega upplýsingar eru nú þegar ókeypis í Danmörku, Bretlandi og Lúxemborg.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, og framsögumaður nefndarinnar, segir að sértekjur vegna fyrirtækjaskrár nemi um 120 milljónum króna á ári. Þar af séu 20 milljónir vegna fyrirtækjaskrár.