Hafrannsóknarstofnun leggur til að heimilt verði að veiða 127.300 tonn af loðnu á yfirstandandi fiskveiðiári. Það er tvöflat meira en upphafleg ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sagði til um.

Ráðgjöfin byggir á summu tveggja leiðangra sem fóru fram seinni part janúar og gáfu mat á stærð hrygningarstofns loðnu upp á samtals 650 þúsund tonn að því er fram kemur á vef Hafró .

Útflutningsverðmæti loðnukvótans kann að vera ríflega 10 milljarðar króna, að því er haft var eftir Ægi Páli Friðbertssyni, framkvæmdastjóra Brims, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Áætlað er að að um 70 þúsund tonn af kvótanum komi í hlut Íslendinga vegna alþjóðasamninga.

Engin loðnukvóti var gefinn út síðustu tvö ár og því er það mörgum mikill léttir að loðna hafi fundist í veiðanlegu magni í ár.