Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytis vegna draga að frumvarpi um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof.

Í frumvarpinu er lagt til að lengja eigi fæðingarorlof og að mánaðarleg hámarksgreiðsla úr fæðingarorlofssjóði verði jafnframt hækkuð.

Telur Viðskiptaráð það heillaskref að hækka fæðingarorlofsgreiðslu. Hins vegar leggst gegn því að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Viðskiptaráð telur að frekar ætti að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barn fær leikskólavist með öðrum hætti.

Einnig kemur fram að á meðan launamunur kynjanna er til staðar, þá er lág hámarksgreiðsla til þess fallin að hægja á breytingum í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði.