Daði Kristjánsson, fjármálahagfræðingur sem starfar í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, segir í aðsendri grein að tilefni sé til ríflegrar vaxtalækkunar á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, sem haldinn verður 16. nóvember næstkomandi. Hann tekur fram að 2% stýrivaxtarlækkun væri góð byrjun.

„Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í dag í 5,25% á sama tíma og stýrivextir evrópska Seðlabankans eru 0%. Vissulega eru hagvaxtarhorfur á Íslandi betri en á evrusvæðinu en ef við berum okkur t.d. saman við Svíþjóð þá var hagvöxtur þar árið 2015 um 4% og væntingar eru um að hagvöxtur fyrir árið 2016 verði rúmlega 3%. Samt sem áður er Svíþjóð með neikvæða stýrivexti upp á 0,5%! Gylfi Zoëga, meðlimur peningastefnunefndar, sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í lok ágúst að það þurfi að hafa háa vexti á Íslandi af því að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hvernig geta Svíar þá verið með neikvæða stýrivexti? Það er engin afsökun að hagvaxtarhorfur hér á Íslandi séu svo góðar að vextir þurfi að vera himinháir,“ segir Daði meðal annars í greininni.

Hægt er að lesa ítarlega röksemdafærslu Daða í aðsendri grein hér .