Leiguverð hækkaði um 7,8% milli desembermánaða 2017 og 2018, samanborið við 5,5% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans .

Milli 2011 og 2015 héldust leiguverð og kaupverð nokkurnveginn í hendur, en frá 2015 fram á mitt ár 2017 fór kaupverð töluvert fram úr leiguverði. Síðan þá hefur þróunin verið öfug: leiguverð hefur verið að nálgast kaupverðið aftur, og þá sérstaklega á seinni hluta síðasta árs.

Frá 2011 hefur leiguverð alls hækkað um 77,2%, en kaupverð um 95,5%.