David Witzer, framkvæmdastjóri Fossa í London, segir að hann og eiginkona hans séu heppin að vera á lífi eftir að hafa farið í frí til Taílands um jólin 2004. Hjónin lentu bæði í flóðbylgjunni sem skall á í Indlandshafi á annan í jólum. „Þetta var átta metra hár vatns veggur. Ég handarbrotnaði, rifbeinsbrotnaði, mjaðmagrindarbrotnaði og braut í mér lærlegginn.“

Þau vissu ekkert um örlög hvort annars í fjóra daga. „Mér var flogið í þyrlu á spítala í Bangkok en henni var flogið á herspítala í sunnanverðu Taílandi. Við vorum bæði viss um að hitt væri dáið. Ég meira að segja sagði mömmu hennar í síma að dóttir hennar væri dáin.“ Eftir fjóra daga tókst bresku utanríkisþjónustunni að hafa upp á þeim báðum svo þau náðu sambandi hvort við annað. „Af 240 manns á hótelinu sem við gistum á lifðu 29 af og þar af bara þrjú sem lentu í flóðbylgjunni, þar á meðal ég og konan mín. Þetta breytir sýn manns á lífið. Maður verður þolinmóðari og lætur smáatriði hafa minni áhrif á sig.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .