„Þetta er eins og sértrúarsöfnuður,“ segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London Scool of Economic, um auknar vinsældir Bitcoin og annarra rafmynta. Bitcoin eigi meira að segja sína eigin sköpunarsögu, með hinum leyndardómsfulla Satoshi Nakamoto í aðalhlutverki.

Jón segir peninga einkum hafa þrenns konar hlutverk. „Peningar hjálpa þér að kaupa og selja vörur, peningar leyfa þér að geyma einhverja eign yfir tíma og peningar leyfa seðlabönkum að veita þrautavaralán ef illa gengur,“ segir Jón.

„Ef rafmyntir eiga að vera betri en hefðbundnir peningar þurfa þeir að vera betri allavega á einhverjum af þessum sviðum, og þær eru það ekki,“ segir hann.

„Ef þetta eru peningar eru þetta lélegir peningar, ef þetta er fjárfesting er þetta léleg fjárfesting, ef þú vilt nota þá vegna öryggisins er öryggið lélegt, ef þú vilt nota þá vegna persónuverndarsjónarmiða, þá er persónuverndin léleg. Þetta virðist ekki hafa neitt fram að færa að því er ég skil sem hagfræðileg rök. Maður þarf að trúa einhverju mystísku, það er trúarlegt yfirbragð yfir þessu,“ segir Jón.

Rafmyntirnar hafi fáa kosti yfir hefðbundna gjaldmiðla. „Það er dýrt að nota þá til viðskipta, þeir halda illa verðmæti sínu. Ef þú vilt vera algjörlega nafnlaus ertu bara með prentaða seðla.“ Hann bendir á að verðgildi þeirra sveiflist mikið, hafi oftar en ekki tvöfaldast í verði eða lækkað um helming á nokkrum dögum.

Jón bendir á að bæði peningar sem seðlabankar heims gefi út sem og rafmyntir séu ekki tengd neinni raunverulegri framleiðslu. Verðmæti þeirra byggi á trúnni á því að þau haldi verðgildi sínu í framtíðinni. „Hlutabréf eða skuldabréf eru tengd einhverri framleiðslu sem skila í væntingunni einhverju til þín sem fjárfestis,“ segir Jón.

„En nútíma peningar eða rafmyntir eru ekki tengd neinu. Þá er það spurningin hvorum treystir þú betur. Fyrir mitt leyti treysti ég stóru seðlabönkum betur en einhverjum nafnlausum aðilum sem eru að gera einhverja hluti sem ég skil ekki. Ég held að maður geti alveg eins safnað frímerkjum.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Íslensku bankarnir hafa skilað ríkinu yfir 325 milljörðum frá hruni í formi arðs og skatta
  • Ný fiskverksmiðja á Shikotaneyju í Kúrileyjaklasanum verður reist af Skaganum 3X, Frosta og Rafeyri
  • Dósent í hagfræði segir að innflæðishöft valdi hærri vaxtagreiðslum fyrirtækja
  • Rússneskur fjárfestir jók við hlutafé olíurannsóknarfélagsins Neptune
  • Capacent telur bréf Marel verulega vanmetin
  • Róbert Wessman og viðskiptafélögum hans er gert að greiða Matthíasi Johannessen yfir milljarð í bætur
  • Vilji stendur til þess hefja viðræður um vindmyllugarð á Melrakkasléttu
  • Niðurstöður könnunar um áherslumál kjósenda í borgarstjórnarkosningum kynntar
  • Umfjöllun um nýsköpunarmót Álklasans þar sem fjallað verður um nýsköpun, rannsóknir og þróun í áliðnaði
  • Óvissa ríkir um þróun olíuverðs og framtíðina á olíumörkuðum
  • Hæst launaði háskólaþjálfarinn í ameríska fótboltanum er með 1,1 milljarð í árslaun
  • Ítarlegt viðtal við Agnesi Önnu Sigurðardóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra bruggverksmiðjunnar Kalda
  • Síðasta ár var metár hjá Landsvirkjun og segir forstjórinn að það gæti stefnt í annað metár.
  • Fyrirtækið IceMedico selur vöruna HAp+ sem er einkaleyfisvernduð í fjórum heimsálfum
  • Viðtal við Ingibjörgu Þórisdóttur ristjóra alþjóðlegra frétta á heimasíðum CNN
  • Óðinn er á sínum stað og fjallar um peningaútgáfu seðlabanka og stöðugleika
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Uber