Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands líkti stöðunni í Tyrklandi við stöðuna í Austur-Þýskalandi áður en múrinn féll. Þetta lét Schäuble hafa eftir sér í viðtali við þýska blaðið Bild-Zeitung. Stjórnvöld í Þýskalandi gáfu það út í gær að Tyrkland væri ekki öruggur staður fyrir þýska ferðamenn og vörðuðu þýsk fyrirtæki við því að eiga viðskipti í landinu. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa undanfarið gagnrýnt stjórnvöld í Tyrklandi harkalega. Það var ekki til að bæta samskipti ríkjanna þegar yfirvöld í Tyrklandi handtóku þýska mannréttindabaráttumanninn Peter Steudner og ákærðu hann fyrir stuðning við hryðjuverkasamtök.

Sagði Schäuble að yfirvöld í Tyrklandi framkvæmdu handahófskenndar handtökur sem stönguðust á við eðlilegar réttarreglur. „Þetta minnir mig á hvernig hlutirnir voru gerðir í Austur-Þýskalandi." sagði Schäuble. „Hver sá sem ferðaðist þangað vissi að ef eitthvað kæmi fyrir hann að þá gæti enginn hjálpað honum.