Utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir og Karl Garðarsson, þingmaður munu leiða lista Framsóknarflokksins í sínu hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Kemur þetta fram í frétt Rúv.

Var Lilja sjálfkjörinn í fyrsta sætið í Reykjavík suður, en tveir þingmenn flokksins, þeir Karl Garðarsson og Þorsteinn Sæmundsson tókust á um að leiða listann í Reykjavík norður. Hlaut Karl 57% atkvæða en Þorsteinn 43%.

Karl skipaði áður annað sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis suður fyrir síðustu kosningar, en Þorsteinn var þriðji maður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Frá síðustu þingkosningum hafa þau Frosti Sigurjónsson, Vigdís Hauksdóttir og Sigrún Magnúsdóttir sem öll voru í efstu sætum í Reykjavík, ákveðið að hætta á þingi eftir kjörtímabilið.