Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar virðist ekki par hrifið af og leggst gegn hugmyndum um að reist verði hundrað metra hátt parísarhjól að minnsta kosti á þeim fjórum stöðum sem lagðir voru til í umsókn um lóðaúthlutun fyrir parísarhjólið. Parísarhjólið var kallað Reykjavík Eye í umsókninni og er þar með vísað til frægasta útsýnishjóls heims, London Eye . Fjallað er um málið í frétt Ríkisútvarpsins.

Að mati borgaryfirvalda myndi hjólið hafa „mikil og neikvæð sjónræn áhrif á borgarlandslagi“. Ráðið lagðist gegn umsókninni síðastliðinn miðvikudag. Óskað var eftir tveggja hektara lóð til uppbyggingarinnar sem átti að vera lokið í árslok 2019. Fjórar staðsetningar voru lagðar til í umsókninni: Laugarnes, Öskjuhlíð, Laugardalur og Örfirisey.

Lagðist skrifstofa borgarhönnunar alfarið gegn byggingu hjólsins og kom fram í umsögn skrifstofunnar að hæð hjólsins myndi ekki fala vel inn í þá lágu byggð sem einkennir borgina. Einnig lýsti Skrifstofa umhverfisgæða yfir áhyggjum af áhrif hjólsins á ásýnd og útsýni borgarinnar.