Flugfélagið British Airways (BA) mun selja hluta af listasafni sínu til þess að aðstoða félagið við að komast í gegnum núverandi efnahagsástand.

Um tíu listaverk sem staðið hafa í setustofum og í höfuðstöðvum félagsins hafa verið valinn til sölu. Uppboðshúsið Sotheby mun hefur verið ráðið af BA til að verðleggja verkin og koma þeim í sölu sem fyrst.

Listasafnið inniheldur verk eftir Damien Hirst, Bridget Riley, Tracey Emin, Anish Kapoor, Chris Ofili og Peter Doig. Verðmætasta eignin sem verður til sölu er talin vera eftir Bridget Riley. Verkið hangir nú í setustofu á Heathrow og er metið á meira en eina milljón punda.

Sjá einnig: BA tapar 178 milljónum punda á viku

Flugfélagið vildi ekki tjá sig um söluna en heimildamenn Evening Standard segja að hugmyndin hafi komið frá starfsmönnum. „Við erum á mjög slæmum stað. Við erum að gera hluti sem við höfum aldrei gert áður,“ sagði heimildamaður sem vinnur hjá BA, aðspurður um listaverkasöluna.