Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um tæpt 0,1% í viðskiptum fyrir 1,5 milljarð króna í dag. Hlutabréf flestra félaga lækkuðu lítilega í dag en bréf Icelandair hækkuðu um 4% í viðskiptum fyrir nær 200 milljónir. Viðskipti með bréf Marels voru áfram fyrirferðarmikil og námu ríflega þriðjung af heildarveltu dagsins í Kauphöllinni en bréfin hækkuðu um rúm 0,1% í viðskiptum fyrir 570 milljónir króna. Þá hækkuðu bréf TM um 1,3% í dag en félagið skilaði ársreikningi síðastliðinn föstudag.

Mest lækkuðu bréf Arion banka eða um 2,2% en skv. uppgjöri bankans í síðustu viku var hagnaður bankans í fyrra undir væntingum greinenda á markaði. Bréf Haga lækkuðu um 1,8% og bréf í Skeljungi lækkuðu um 1,7%.