Ísland féll um 8 sæti milli ára í skilvirkni hins opinbera í úttekt IMD á samkeppnishæfni. Í stuttum innslögum Viðskiptaráðs um samkeppnishæfni Íslands heyrum við raddir viðskiptalífsins um þessa afturför og hvað gera þurfi til að bæta skilvirkni hins opinbera.

Í þessum innslögum lýsa stjórnendur í hinum ýmsu fyrirtækjum reynslu sinni af íslensku samkeppnisumhverfi.

Kobrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi og forstjóri sprotans Floeralis, segir að regluverkið á íslandi í kringum íslensk fyrirtæki sé mjög þungt en á móti komi að boðleiðir séu mjög stuttar.

Hún segir að ný fyrirtæki í vaxtarfasa séu undir miklum þrýstingi að flytja starfsemi sína erlendis. Meðal annars þar sem aðgengi að fjármagni og sérhæfðra starfsfólki sé allajafna mun betra erlendis. Íslensk stjórnvöld þurfi því að skapa mótvægi við þennan þrýsting.hérlendis.

„Það er til dæmis hægt að gera með því að einfalda regluverk og lækka álögur á lítil fyrirtæki." segir Kolbrún.

Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar segir að Ísland sé í neðsta sæti af löndunum sem við berum okkur saman við þegar kemur að raungengisaukningu segir hann að þetta hafi mikil áhrif á ákvarðanatökur fyrirtækja. Þá hafi það orðið til þess að efnileg sprotafyrirtæki hafi tekið þá ákvörðun að flytja starfsemi sína úr landi.

„Við búum við umhverfi sem er mjög erfitt íslenskum fyrirtækjum sem starfa í alþjóðlega gerianum og byggja sitt á útflutningi á hugviti," segir hann.

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu, segir að þrátt fyrir að við séum lítil þjóð séum við með risavaxið regluverk. „Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki hægt að búa til léttari útgáfu af regluverkinu án þess að markmiðunum sé fórnað," segir hann.

Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, segir að það hafi myndast rými til að fara í nauðsynlega uppbyggingu sem setið hefur á hakanum vegna þess að ríkisfjármálin hafa sett niðurgreiðslur skulda í forgang. Þá gagnrýnir hún jafnframt að Evrópureglugerðirnar séu oft á tíðum óritskoðaðar teknar upp í íslenskan rétt.

„Ég hef barist í þessu í mörg ár og þetta hefur valdið því að ég ósamkeppnishæf utan Evrópu." segir Katrín.

Myndbandið í heild sinni má sjá hér .