Nígería hefur formlega lýst yfir kreppuástandi, enda hefur hagkerfi þeirra dregist mikið saman í kjölfar hrakandi olíuverðs. Samdráttur var til að mynda um 2,06% milli apríl og júní.

Í júní á þessu ári ákvað seðlabanki Nígeríu að setja gjaldmiðil landsins á flot. Niaran sem var föst á genginu 197 til 199 Bandaríkjadalir, hefur fallið mikið í kjölfarið. Eftir að gjaldmiðillinn var settur á flot jukust viðskipti í kauphöllinni í Lagos þó umtalsvert.

Aukin velta varði þó ekki lengi. Verðbréfaviðskipti hafa dregist verulega saman á aðeins nokkrum mánuðum. Veltan var til að mynda 44% lakari á fyrri helmingi ársins, heldur en á sama tíma í fyrra.

Ólíklegt er að velta fari að aukast mikið í náinni framtíð, enda eru óvissuþættirnir miklir og óútreiknanlegir.