Lands­bank­inn mun loka hraðbanka sín­um á Stöðvarf­irði og hefur þess í stað samið við eig­end­ur Brekk­unn­ar, veit­ingastaðar og versl­un­ar í bæn­um, um reiðufjárþjón­ustu fyr­ir íbúa og ferðamenn. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Íbúa­sam­tök Stöðvar­fjarðar eru ósátt við niðurstöðu bankans og hafa sent bank­an­um mót­mæla­bréf. Málið var einnig tekið fyr­ir í bæj­ar­ráði Fjarðabyggðar á dög­un­um. Þar er tekið und­ir með íbúa­sam­tök­un­um, það sé með öllu óá­sætt­an­legt að ekki skuli vera hraðbankaþjón­usta á Stöðvarf­irði.

Samkvæmt fréttinni hefur eini hraðbank­inn á Eskif­irði einnig verið lokaður en skv. upp­lýs­ing­um bank­ans komu upp ít­rekaðar bil­an­ir í hraðbönk­un­um á Eskif­irði og Stöðvarf­irði. Sá síðar­nefndi var úr­sk­urðaður ónýt­ur og á Eskif­irði er verið að leita að hús­næði und­ir nýj­an hraðbanka.