Stjórn Lufthansa hefur frestað 9 milljarða evru björgunarpakka frá þýska ríkinu vegna tilmæla frá Evrópusambandinu, en þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins í dag. Reuters segir frá.

Skrifa átti undir björgunarpakkann í dag en stjórn þýska flugfélagsins gat ekki fallist á beiðni ESB um að Lufthansa þurfi að afsala sér 6 af 300 lendingarleyfum á flugvöllum í Frankfurt og Munich.

Sjá einnig: Lufthansa fær aðstoð frá þýska ríkinu

Lufthansa hefur um tvo þriðju markaðshlutdeild á flugvöllum í borgunum tveimur. Flugfélagið sagði að tilmæli ESB myndi leiða til veikingar safnvalla (e. hub) þess.

„Það þarf að greina betur tilheyrandi efnahagsáhrif á fyrirtækið og fyrirhugaða endurgreiðslu stöðugleika ráðstafanna ásamt mögulegra annarra sviðsmynda,“ segir í tilkynningu flugfélagsins. Stjórnin telur engu að síður að björgunarpakkinn sé eina leiðin til að viðhalda rekstrarhæfi félagsins.